#
Sambíó 1

Vikudagsfréttir

Óskar og Eyţór flytja óskalög - miđvikudagur 30.júl.14 14:27

Söngvarinn Óskar Pétursson og organistinn Eyţór Ingi Jónsson halda Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju á laugardaginn kemur. Ţeir félagar hafa haldiđ tónleika um verslunarmannahelgina undanfarin ár og ávallt vakiđ mikla lukku hjá tónleikagestum. ?Okkur finnst ţetta afar skemmtilegt og getum eiginlega ekki hćtt ţrátt fyrir ađ Óskar sé eiginlega orđinn allt of gamall til ađ halda tónleika. Viđ getum ekki lofađ mikilli kyrrđ, en lofum léttu andrúmslofti, gríni og fjölbreyttri tónlist,? segja ţeir félagar í tilkynningu.

oskar_og_eythor_ljosmynd_elvy_g_hreinsd-15147
Mynd/Elví G. Hreinsdóttir

lesa meira


Ávaxtavín nýtur aukinnar vinsćlda - miđvikudagur 30.júl.14 07:54

Mikil aukning er í sölu á ávaxtavíni á borđ viđ Somersby og Breezera í vínbúđum landsins og hafa vinćldir slíkra drykkja aukist jafnt og ţétt undanfarin ár. Ţetta segir Jóhanna Sigmarsdóttir verslunarstjóri í Vínbúđinni viđ Hólabraut á Akureyri. Hún segir ennfremur ađ um 4% aukningu sé í sölu á áfengi í Vínbúđinni á Akureyri ţađ sem af er ári og 2% söluaukningu í júní miđađ viđ sama tíma í fyrra.

throstur@vikudagur.is

atvr-15146
Vínbúđin á Akureyri.

lesa meira


Fjölbreytt dagskrá á Einni međ öllu - ţriđjudagur 29.júl.14 16:02

Fjölskylduhátíđin Ein međ öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina. Mikil áhersla er lögđ á fjölbreytta dagskrá og ađ allir finni eitthvađ viđ sitt hćfi. Hátíđin hefst fimmtudaginn 31. júlí nćstkomandi međ fimmtudagsfílingi N4 í formi útitónleika í Skátagililnu og nćr hámarki sunnudagskvöldiđ 3. ágúst međ Sparitónleikunum á Samkomuhúsflötinni og flugeldasýningu viđ Pollinn.

sparita3nleikarnir_viadeg_samkomuhusid-15144
Notaleg stemning hefur ávallt skapast á Sparitónleikum Einnar međ öllu.

lesa meira


Fćđingum fjölgar - ţriđjudagur 29.júl.14 07:46

Alls 240 börn hafa fćđst á Sjúkrahúsinu á Akureyri ţađ sem af er ári. Drengir eru í meirihluta eđa 125 á móti 115 stúlkum. Á sama tíma í fyrra voru fćđingarnar alls 225 og ţví fjölgun á milli ára. ?Ţađ er búiđ ađ vera heldur líflegra hérna hjá okkur í ár en í fyrra sem er mjög gleđilegt,? segir Edda Guđrún Kristinsdóttir, ađstođardeildarstjóri á fćđingardeild Sjúkrahússins á Akureyri.

sjukrahusid_a_akureyri_-_bygg-14545-15143

lesa meira


Vel heppnađur Skógardagur - mánudagur 28.júl.14 17:40

Skógardagur var haldinn á Vöglum í Fnjóskadal sl. sunnudag í blíđskaparveđri og tćplega 20 stiga hita. Sýnd var grisjunarvél ađ störfum og vakti mikla athygli og hrifningu gesta sem voru nokkuđ á annađ hundrađ talsins. Einnig var frćframleiđslan í frćhöllinni á Vöglum kynnt og eldiviđarframleiđslan. Á myndinni er Rúnar Ísleifsson, skógarvörđur á Vöglum, ađ tala í gjallarhorniđ.

skogardagur-15142
Mynd/Pétur Halldórsson

Inspiration Iceland 2
Blanko

Könnun

Hvernig viltu sjá vefinn okkar Dagskrain.is?

Sjá niđurstöđur
Sjá allar kannanir
Blanko

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn